Mennta - og menningarmál

Efnahagsmál

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Share on facebook
Share on twitter

Framlög til háskóla og rannsóknastarfsemi aukast um 7% milli áranna 2020-21 samkvæmt nýkynntu fjárlagafrumvarpi ársins 2021. Þau eru áætluð 44 milljarðar kr. og aukast um tæpa 3 milljarða kr. milli ára, sé miðað við fast verðlag.

Áætluð framlög stjórnvalda til nýsköpunar, rannsókna og þekkingargreina nemur tæpum 26 milljörðum kr. samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 2021. Þar er um verulega aukningu að ræða en hækkunin nemur um 9,1 milljarði kr. sem svarar til 57% að raunvirði. Þetta er mikilvægur liður í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldursins en sérstök áhersla er lögð á uppbyggingu með nýsköpun í þeirri aðgerðaáætlun. Af heildarframlögum til sviðsins renna 10,4 milljarðar kr. til málaflokka mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Annar árangur á sama sviði

Bætt aðgengi framhaldsskólanema að geðheilbrigðisþjónustu

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Átta nýjar stöðugleikaaðgerðir sem styðja við Lífskjarasamninginn

Ný vísinda- og tæknistefna – framlög í samkeppnissjóði vaxa um helming

Aukin framlög til umhverfismála