Mennta - og menningarmál

Bætt aðgengi framhaldsskólanema að geðheilbrigðisþjónustu

Share on facebook
Share on twitter

Unnið er að því að bæta aðgengi framhaldsskólanema að fjölbreyttri geðheilbrigðisþjónustu og í því skyni hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti samið við nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect um að veita alls 7 framhaldsskólum aðgang að stafrænni lausn sem tengir nemendur við sérfræðinga í gegnum öruggt vefsvæði.

Fjölmargir sérfræðingar í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu notast við kerfi Köru Connect til þess að eiga í samskiptum við skjólstæðinga sína í gegnum spjall- og myndfundi á netinu. Kerfið hefur reynst vel og nú þegar hafa margir skólanna nýtt sér hugbúnaðinn með ýmsum hætti.

Annar árangur á sama sviði

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Frítekjumark námsmanna fimmfaldað: Menntasjóður námsmanna kemur til móts við samfélagið

600 mánaðarlaun til viðbótar til listamanna

Nýtt lánasjóðskerfi samþykkt á Alþingi: Menntasjóður námsmanna tekur við af LÍN

127 milljarða sókn í mennta- og menningarmálum

3.000 sumarstörf fyrir námsmenn

Samtökin Móðurmál styðja nemendur af erlendum uppruna

Fjölbreyttar aðgerðir til að vega á móti einmanaleika og félagslegri einangrun aldraðra