Mennta - og menningarmál

Nýtt lánasjóðskerfi samþykkt á Alþingi: Menntasjóður námsmanna tekur við af LÍN

Share on facebook
Share on twitter

Helstu nýmæli í nýju námslána- og styrkjakerfi, Menntasjóði námsmanna:

• Lánþegar sem ljúka prófgráðu innan tilgreinds tíma geta fengið námsstyrk sem nemur 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns þeirra ásamt verðbótum, að loknu námi.

• Beinn stuðningur er veittur vegna framfærslu barna lánþega í stað lána, einnig fyrir meðlagsgreiðendur. Ísland verður eitt Norðurlanda sem veitir lánþegum styrki vegna meðlagsgreiðslna.

• Námsaðstoð ríkisins (námslán, styrkur vegna framfærslu barna, niðurfelling og ívilnanir) verður undanþegin lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda.

• Meginregla verður að bæði útgreiðsla og afborganir námslána verði mánaðarlegar.

• Ábyrgðarmannafyrirkomulag LÍN verður afnumið og ábyrgðir á námslánum falla niður að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Þá er veitt heimild til afsláttar til lánþega við uppgreiðslu eða innborgun námslána. Hlutfall þess afsláttar ræðst af eftirstöðvum námsláns en skal þó ekki vera lægra en 5% og ekki hærra en 15%. Endurgreiðsluhlutfall af eldri námslánum verður lækkað (hlutfallið 3,75% í 3,4% eða 4,75% í 4,4%).

• Lánþegi getur valið við námslok hvort hann endurgreiðir námslán sín með verðtryggðu eða óverðtryggðu skuldabréfi.

• Meginreglan verður að námslán skulu að fullu endurgreidd á því ári þegar lánþegi nær 65 ára aldri. Lánþegi getur valið að endurgreiða námslán með tekjutengdum afborgunum séu námslok hans áður eða á því ári er hann nær 40 ára aldri (þeir sem hefja nám á tímabilinu 2020-2023), annars er það 35 ára.

• Heimild er veitt til tímabundinna ívilnana við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina og vegna endurgreiðsla námslána hjá lánþegum búsettum og starfandi á svæðum skilgreindum í samráði við Byggðastofnun.

Annar árangur á sama sviði

Bætt aðgengi framhaldsskólanema að geðheilbrigðisþjónustu

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Frítekjumark námsmanna fimmfaldað: Menntasjóður námsmanna kemur til móts við samfélagið

600 mánaðarlaun til viðbótar til listamanna

127 milljarða sókn í mennta- og menningarmálum

3.000 sumarstörf fyrir námsmenn

Samtökin Móðurmál styðja nemendur af erlendum uppruna

Afborganir námslána lækkaðar