Fjárveitingar til málefna sem falla undir mennta- og menningarmálaráðuneytið hækka um 11% milli áranna 20-21 og verða 127,2 milljarðar kr. á næsta ári, samkvæmt frumvarpi til fjárlaga sem lagt var fram í dag. Um 51 milljarður kr. fer til háskólastigsins, 38 milljörðum kr. verður veitt til framhaldsskólastigsins og 17,6 milljörðum kr. til menningar-, íþrótta og æskulýðsmála.