Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tryggja Heilbrigðisstofnun Austurlands varanlegt fjármagn til að tryggja áfram þjónustu sérgreinalækna við íbúa með samningum við Sjúkrahúsið á Akureyri og Landspítala. Mikill ávinningur er af því að fólk geti sótt þjónustuna í heimabyggð.