Heilbrigðismál

Breyttar reglur um greiðslur fyrir þjónustu sjúkraþjálfara

Share on facebook
Share on twitter

Heilbrigðisráðherra hefur framlengt til 31. desember næstkomandi reglugerð um greiðslur fyrir þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara sem starfa án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Einnig er gerð sú breyting frá gildandi reglugerð að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna meðferðar verður alfarið bundin því að fyrir liggi skrifleg beiðni frá lækni eða sjúkraþjálfara starfandi í heilsugæslu þar sem fram kemur sjúkdómsgreining.

Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara rann út 12. janúar 2019. Til að tryggja sjúklingum áframhaldandi greiðsluþátttöku sjúkratrygginga, meðan unnið væri að nýjum samningi, setti heilbrigðisráðherra reglugerð nr. 1364/2019 sem kveður á um endurgreiðslu kostnaðar fyrir sjúkraþjálfun á grundvelli gjaldskrár sjúkratrygginga Íslands.

Annar árangur á sama sviði

Aðgerðaáætlun um endurhæfingu til fimm ára

​Stórfjölgun hjúkrunarrýma á næsta ári

Samningur um stóraukna heimahjúkrun í Reykjavík

Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis við Boðaþing í Kópavogi.

Hjúkrunardeild fyrir heimilislaust fólk sett á fót árið 2021.

Styrkur fyrir sérnám ráðgjafa á sviði heilabilunar.

Bætt aðgengi framhaldsskólanema að geðheilbrigðisþjónustu

Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa á Akureyri

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna