Umhverfismál

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Share on facebook
Share on twitter

Búið er að leggja 67 kílómetra rafstreng og ljósleiðara um Kjöl sem er einn af fjórum stofnvegum hálendis Íslands. Strengurinn leysir af hólmi díselvélar sem ferðaþjónustuaðilar hafa reitt sig á hingað til. Þetta gerbreytir rekstrargrundvelli ferðaþjónustu á Kili og eykur fjarskiptaöryggi til mikilla muna á þessari fjölförnu hálendisleið sem í gegnum aldirnar hefur verið annáluð fyrir draugagang.

Í verkefninu tóku einnig þátt sveitarfélögin Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Húnavatnshreppur auk Neyðarlínunnar, Fjarskiptasjóðs, Rarik og ferðaþjónustufyrirtækja í Árbúðum, Kerlingafjöllum og Hveravöllum. Ríkið lagði 100 milljónir til verkefnisins en lagning strengsins kostaði um 285 milljónir. Með þessu heyra olíuflutningar til hálendismiðstöðva á svæðinu sögunni til. 

Annar árangur á sama sviði

Áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð

Bann við afhendingu plastburðarpoka tekur gildi

Ráðist í uppbyggingu innviða á nýfriðlýstum svæðum

Ný gestastofa og starfsstöð náttúruverndarsvæða í Mývatnssveit

24 aðgerðir í átt að hringrásarhagkerfi

Styrkir til fráveituframkvæmda sveitarfélaga

Frumvarp um Hálendisþjóðgarð lagt fram á Alþingi.

Ný metnaðarfull markmið í loftslagsmálum

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna