Stjórnvöld hafa ákveðið að hækka fjárveitingu í launasjóði listamanna um 250 milljónir kr. og fjármagna með því sköpun nýrra menningarverðmæta í landinu strax á þessu ári. Með fjárveitingunni er hægt að fjölga mánaðarlaunum listamanna um 40% á árinu og því verður alls 2.200 mánaðarlaunum úthlutað til listamanna á þessu ári. Ákvörðunin er liður í þeirri áætlun stjórnvalda að auka innlenda verðmætasköpun.