Fjármála- og efnahagsráðherra leggur fram frumvarp um fjárstuðning úr ríkissjóði til greiðslu hluta launakostnaðar atvinnurekenda á uppsagnarfresti launþega með það að markmiði að draga úr líkum á fjöldagjaldþrotum fyrirtækja og tryggja réttindi launafólks. Skilyrði fyrir stuðningnum eru að veruleg fjárhagsleg röskun hafi orðið á atvinnurekstri vegna ráðstafana sem gripið hefur verið til eða aðstæðna sem að öðru leyti hafa skapast vegna faraldurs kórónuveiru.