Jafnréttismál

Samtökin ´78 fá styrk til að styðja enn betur við börn og ungmenni

Share on facebook
Share on twitter

Samtökin ´78 halda úti fjölbreyttri starfsemi og þar skipar ráðgjöf stóran sess. Ráðgjöf Samtakanna ´78 er fyrst og fremst hugsuð fyrir hinsegin fólk, aðstandendur hinsegin fólks og einnig til þeirra sem ekki eru viss um hinseginleika. Ásókn í einstaklingsráðgjöf hefur aukist undanfarna mánuði og hafa samtökin þurft að ganga í sjóði sem merktir hafa verið öðrum verkefnum.

Covid-19 faraldurinn hefur raskað lífi fólks um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra viðkvæmra hópa. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa samfélagsins. Félagasamtök af ýmsu tagi gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu sinni við ýmsa hópa og stendur vilji stjórnvalda til þess að styðja við þjónustu þeirra.

Annar árangur á sama sviði

Styrkur til Samtakanna ’78

Frumvörp til nýrra jafnréttislaga samþykkt á Alþingi

Lög um sanngirnisbætur til fólks sem á barnsaldri sætti misgjörðum á stofnunum fyrir fötluð börn samþykkt.

Réttindi trans og intersex fólks og barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni samþykkt á Alþingi

Ísland setur 90 milljónir í Neyðarsjóð Sameinuðu þjóðanna

Ísland upp um fjögur sæti á Regnbogakortinu

600 mánaðarlaun til viðbótar til listamanna

Frumvörp um framhald hlutastarfaleiðar og aukinn stuðning við fyrirtæki samþykkt í ríkisstjórn

3.000 sumarstörf fyrir námsmenn