Share on facebook
Share on twitter

Ísland upp um fjögur sæti á Regnbogakortinu

Ísland hækkaði um fjögur sæti á milli ára á Regnbogakortinu, úttekt á stöðu og réttindum hinsegin fólks í Evrópu. Ísland er nú komið í 14. sæti en var í 18. sæti í fyrra (2019).

Evrópusamtök hinsegin fólks (ILGA-Europe) birta Regnbogakortið árlega í kringum alþjóðlegan baráttudag hinsegin fólks sem er 17. maí. Kortið sýnir á myndrænan hátt lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks í ríkjum Evrópu.

Frá því að síðasta Regnbogakort var birt hefur Alþingi samþykkt frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um kynrænt sjálfræði. Með lögunum er komið til móts við ný og breytt viðhorf til opinberrar skráningar kyns og stuðlað að réttarbótum fyrir trans og intersex fólk með því að staðfesta rétt einstaklinga til að breyta kynskráningu sinni í samræmi við eigin upplifun og án þess að þurfa að sæta skilyrðum um sjúkdómsgreiningu og læknismeðferð.

Ísland stefnir að því að tryggja enn betur réttindi trans og intersex fólks. Starfshópar á vegum forsætisráðuneytisins vinna að tillögum um breytingar á lögum sem nauðsynlegar eru til að tryggja réttindi trans og intersex fólks. Þá er einnig unnið að málefnum barna sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni, þar á meðal heilbrigðisþjónustu við þau.

Önnur afrek á sama sviði

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Fyrstu lögin um varnir gegn hagsmunaárekstrum

Upplýsingaréttur almennings styrktur

Samtökin ´78 fá styrk til að styðja enn betur við börn og ungmenni

Aukið gagnsæi um félög í ríkiseigu með myndrænni birtingu upplýsinga

Samtökin Móðurmál styðja nemendur af erlendum uppruna

Miðstöð um ofbeldi gegn börnum stofnuð ​

Móttaka flóttafólks árið 2020

Kvennaathvarfið styrkt um 100 milljónir vegna hættu á auknu heimilisofbeldi í heimsfaraldri