Efnahagsmál

Ný vísinda- og tæknistefna – framlög í samkeppnissjóði vaxa um helming

Share on facebook
Share on twitter

Vísinda- og tækniráð hefur samþykkt stefnumörkun til næstu tveggja ára en í henni er sérstaklega horft til þess hvernig styrkja megi „vistkerfi“ vísinda og nýsköpunar til að skapa öflugt umhverfi fyrir þekkingarstarfsemi hér á landi sem getur orðið grundvöllur efnahagslegrar viðspyrnu eftir heimsfaraldur kórónaveiru.

Aðgerðirnar miða að því að hækka framlag í samkeppnissjóði í vísindum og nýsköpun á næstu árum með tímabundnu þriggja ára átaki. Munu sjóðirnir vaxa um u.þ.b. 50% á árinu 2021 miðað við fjárlög ársins 2020. Aðrar aðgerðir ganga út á að efla gæði í háskólastarfi og fjármögnun háskóla, auka aðgang að opinberum gögnum, styrkja miðlun vísinda og efla færni á vinnumarkaði svo fólk verði betur í stakk búið til að takast á við örar tæknibreytingar í náinni framtíð.

Í Vísinda- og tæknistefnu er einnig lögð áhersla á mikilvægi vísinda og nýsköpunar til að takast á við samfélagslegar áskoranir eins og loftslagsvá, eflingu heilsu og velferðar og fjórðu iðnbyltinguna.

Annar árangur á sama sviði

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Átta nýjar stöðugleikaaðgerðir sem styðja við Lífskjarasamninginn

Aukin framlög til umhverfismála

Loftslagssjóður úthlutaði 165 milljónum króna til 32 verkefna