Loftslagssjóður úthlutaði 165 milljónum króna til 32 verkefna í sinni fyrstu úthlutun í júní 2020. Hlutverk Loftslagssjóðs er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Að þessu sinni voru 10 nýsköpunarverkefni styrkt og 22 kynningar- og fræðsluverkefni.