Lýðræðismál

Upplýsingaréttur almennings styrktur

Share on facebook
Share on twitter

Nýr ráðgjafi almennings á sviði upplýsingaréttar tekur til starfa.  

Alþingi samþykkti frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum nr. 140/2012 þann 11. júní sl. Breytingarnar hafa í för með sér að kveðið er á um að af hálfu stjórnvalda skuli starfa sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings sem hefur það hlutverk að stuðla að bættri upplýsingagjöf hins opinbera. Hlutverk ráðgjafans er m.a. að: 

Leiðbeina einstaklingum, félagasamtökum, fjölmiðlum, lögaðilum og öðrum sem til hans leita um framsetningu beiðni um aðgang að gögnum, hvert henni skal beint og önnur atriði. 

Vera stjórnvöldum og öðrum aðilum sem falla undir gildissvið laganna til ráðgjafar um meðferð beiðni um aðgang að gögnum og töku ákvörðunar um rétt beiðanda til aðgangs. 

Fylgjast með því hvernig opinberir aðilar rækja skyldur sínar til að veita almenningi aðgang að upplýsingum, hvort sem er samkvæmt beiðnum eða að eigin frumkvæði og koma tillögum að úrbótum á framfæri þar sem við á. 

Fylgjast með rannsóknum og þróun á sviði upplýsingaréttar almennings og koma upplýsingum á framfæri við stjórnvöld. 

Aðgerðirnar eru liður í því markmiði forsætisráðuneytisins að styrkja upplýsingarétt almennings og starfsgrundvöll úrskurðarnefndar um upplýsingamál. 

Annar árangur á sama sviði

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Fyrstu lögin um varnir gegn hagsmunaárekstrum

Aukið gagnsæi um félög í ríkiseigu með myndrænni birtingu upplýsinga

Rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Aðgerðaráætlun um peningaþvætti komin á vefinn

Hert löggjöf um skattundanskot

Tryggja viðbótarfjárveitingar til skattrannsókna

Ljúka endurskoðun á skilgreiningu á tengdum aðilum fyrir áramót

Úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda fiskveiðar á alþjóðavettvangi og tillögur til úrbóta