Efnahagsmál

Ljúka endurskoðun á skilgreiningu á tengdum aðilum fyrir áramót

Share on facebook
Share on twitter


Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu frá því í janúar sl. kemur fram að ekki verði séð að Fiskistofa kanni hvort yfirráð tengdra aðila í sjávarútvegi yfir aflahlutdeildum sé í samræmi við það hámark sem er skilgreint í lögum um stjórn fiskveiða. Ráðast þurfi í endurskoðun á 13. og 14. gr. laganna svo reglur um hámarksaflahlutdeild séu skýrar.

Í mars 2019 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra verkefnisstjórn undir forystu Sigurðar Þórðarsonar fyrrverandi ríkisendurskoðanda til að koma með tillögur um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni. Nefndinni var m.a. falið að bregðast við fyrrgreindri ábendingu Ríkisendurskoðunar. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur nú óskað eftir því við nefndina að hún skili tillögum þar að lútandi fyrir 1. janúar nk. Þá er að vænta tillagna frá nefndinni á næstu vikum um bætt eftirlit með fiskveiðum og með vigtun sjávarafla.

Annar árangur á sama sviði

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Átta nýjar stöðugleikaaðgerðir sem styðja við Lífskjarasamninginn

Ný vísinda- og tæknistefna – framlög í samkeppnissjóði vaxa um helming

Fyrstu lögin um varnir gegn hagsmunaárekstrum