Efnahagsmál

Aðgerðaráætlun um peningaþvætti komin á vefinn

Share on facebook
Share on twitter

Aðgerðaráætlun stjórnvalda til að bregðast við áhættumati ríkislögreglustjóra um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hefur verið birt á vef stjórnarráðsins. Þar er einnig að finna stefnu stjórnvalda í málaflokknum.

Aðgerðaráætlunin er einn af mörgum þáttum sem stjórnvöld hafa gripið til vegna úttektar Financial Action Task Force (FATF), alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka á stöðu Íslands. FATF gerði fjölmargar athugasemdir við stöðu mála hér á landi í úttekt sinni á stöðu mála 2018. Íslensk stjórnvöld fengu frest til að bæta úr þeim athugasemdum og hefur verið unnið að því síðan að bæta úr og bregðast við þeim.

Niðurstöðu úr mati FATF á skilvirkni þeirra aðgerða sem Ísland hefur gripið til er að vænta 18. október næstkomandi

Hér má finna aðgerðaráætlunina og stefnu stjórnvalda.

Annar árangur á sama sviði

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Átta nýjar stöðugleikaaðgerðir sem styðja við Lífskjarasamninginn

Ný vísinda- og tæknistefna – framlög í samkeppnissjóði vaxa um helming

Fyrstu lögin um varnir gegn hagsmunaárekstrum