Spornað við félagslegum undirboðum

Share on facebook
Share on twitter
  • Heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns. 23. Komið verði upp föstum samráðshópi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins sem beri ábyrgð á sameiginlegri stefnumótun um aðgerðir gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði.
  • Þau stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði (lögreglan, ríkisskattstjóri, Vinnueftirlitið, Vinnumálastofnun) geri með sér formlegt samkomulag um skipulegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. Formbundið verði reglulegt samráð og samstarf þessa samstarfsvettvangs við aðila vinnumarkarðarins um stöðumat, greiningu og sameiginlegt vinnustaðaeftirlit.
  • Útfært verði hvernig megi fyrirbyggja alvarleg og/eða ítrekuð brot gegn starfsmönnum með því að útvíkka refsiábyrgð lögaðila og fyrirsvarsmanna.
  • Stjórnvöldum verði veittar lagaheimildir til að taka á brotastarfsemi, m.a. með þvingunarúrræðum og stjórnvaldsviðurlögum.