Efnahagsmál

Skattkerfisbreytingar sem koma láglaunafólki sérstaklega til góða

Share on facebook
Share on twitter

Skattbyrði lágtekjufólks lækkar um 2 prósentustig verði fyrirætlanir stjórnvalda um breytingar á skattkerfinu samþykktar. Breytingarnar eru í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í febrúar 2018. Þær munu sérstaklega bæta stöðu kvenna, fólks á aldrinum 18-24 ára, 25-34 ára, öryrkja, eldri borgara, þeim sem ekki eiga húsnæði og þeim sem þiggja húsnæðisstuðning. Bætt verður við nýju neðsta skattþrepi og fjárhæðum til lækkunar skatta beint til lægri millitekju- og lágtekjuhópa samkvæmt fyrirætlunum um breytingar í skattamálum sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag. Gert er ráð fyrir að tekjuáhrif skattkerfisbreytinganna nemi um 14,7 milljörðum króna. Hækkun barnabóta 2019 nemur 1,6 ma.kr. og hækkun persónuafsláttar umfram verðlag 1,7 ma.kr. Alls nema því tillögur stjórnvalda í tekjuskatti og barnabótum 18. ma.kr.

Annar árangur á sama sviði

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Átta nýjar stöðugleikaaðgerðir sem styðja við Lífskjarasamninginn

Ný vísinda- og tæknistefna – framlög í samkeppnissjóði vaxa um helming

Aukin framlög til umhverfismála