Velferðarmál

Efnahagsmál

Samkomulag um formlegt samstarf gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði undirritað

Share on facebook
Share on twitter

Í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við lífskjarasamninga aðila vinnumarkaðarins var áréttað mikilvægi aðgerða gegn félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Í lífskjarasamningnum er kveðið á um að þau stjórnvöld sem fara með valdheimildir á vinnumarkaði (lögreglan, ríkisskattstjóri, Vinnueftirlit ríkisins og Vinnumálastofnun) geri með sér fyrrnefnt samkomulag. Framangreindur samstarfsvettvangur var í dag kallaður saman og skrifuðu forstöðumenn stofnananna fjögurra sem um ræðir undir samstarfssamninginn.

Við það tækifæri kom fram skýr vilji allra þessara aðila til þess að þétta raðirnar og efla samvinnu þessara stofnana í því skyni að koma í veg fyrir brotastarfsemi á innlendum vinnumarkaði. Voru aðilar sammála um að hér á landi mætti ekki viðgangast að réttindi launafólks væru virt af vettugi. Slíkt grefur undan heilbrigðum vinnumarkaði og er engum til framdráttar, hvorki atvinnulífinu sjálfu né samfélaginu.

Annar árangur á sama sviði

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Átta nýjar stöðugleikaaðgerðir sem styðja við Lífskjarasamninginn

Ný vísinda- og tæknistefna – framlög í samkeppnissjóði vaxa um helming

Aukin framlög til umhverfismála