Efnahagsmál

Samkomulag um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir 2021-2025

Share on facebook
Share on twitter

Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir árin 2021-2025 hefur verið undirritað af fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Í samkomulaginu er byggt á eftirfarandi spá um afkomu og efnahag sveitarfélaga:

  • Heildarafkoma A-hluta sveitarfélaga mun versna verulega. Reiknað er með að afkoman verði neikvæð um 1,1% af VLF árið 2020, 1,1% 2021 og 0,8% 2022.
  •  Skuldir A-hluta sveitarfélaga geti farið í 7,0% af landsframleiðslu árið 2020 og 8,3% árið 2022. Samkvæmt undirliggjandi horfum mun þurfa að grípa til afkomubætandi ráðstafana til að skuldir sveitarfélaga haldi ekki áfram að vaxa.
  • Meginmarkmið fjármálaáætlunar er að stöðva hækkun skulda hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu fyrir árslok 2025. Þessi markmiðssetning tekur bæði til sveitarfélaga og ríkisins.

Annar árangur á sama sviði

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Átta nýjar stöðugleikaaðgerðir sem styðja við Lífskjarasamninginn

Ný vísinda- og tæknistefna – framlög í samkeppnissjóði vaxa um helming

Aukin framlög til umhverfismála