Nefnd forsætisráðherra um mælikvarða um hagsæld og lífsgæði lauk störfum og skilaði tillögu að 39 félagslegum, umhverfislegum og efnahagslegum mælikvörðum sem eru lýsandi fyrir hagsæld og lífsgæði á Íslandi.
Mælikvörðunum er ætlað að gefa góða yfirsýn yfir lykilþætti velsældar á Íslandi og vera mikilvægt tæki fyrir stefnumótun stjórnvalda. Þeir gefa fyllri mynd af velsæld en hefðbundnir efnahagslegir mælikvarðar, eins og landsframleiðsla, með því að mæla þætti sem hafa áhrif á daglegt líf fólks og heimila í landinu. Mælikvarðarnir taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna, þeir byggja á opinberum hagtölum og eru samanburðarhæfir við önnur lönd.