Norrænu atvinnuvegaráðherrarnir hafa samþykkt áætlun sem er ætlað að koma hreyfingu á efnahagslífið í kjölfar Covid-19 og stuðla að sjálfbærum vexti í atvinnulífi á Norðurlöndum. Þau verkefni sem verða fjármögnuð eiga að styðja við sjálfbærar lausnir, hringrásarhagkerfi, stafræna þróun og nýsköpun í löndunum. Stuðningur við Nordic Smart Government er hluti af þessum áætlunum, en um er að ræða umfangsmikið samstarfsverkefni sem ætlað er að auðvelda rekstur fyrirtækja þvert á Norðurlöndin gegnum aukna samtengingu stafrænna kerfa.