- Að skylda til greiðslu 15,5% af iðgjaldsstofni til lífeyrissjóðs verði lögfest (lágmark).
- Að heimilt verði að skipta lögbundnu iðgjaldi í lífeyrisssjóð þannig að a.m.k. 12% fari til öflunar réttinda í sameign (samtryggingardeild), og allt að 3,5% geti farið til öflunar réttinda í tilgreindri séreign. Kveðið verði nánar á um þessa skiptingu í samþykktum lífeyrissjóða.
- Að heimilað verði að tilgreindri séreign megi ráðstafa til a) húsnæðiskaupa með uppsöfnuðum sparnaði, b) til að lækka höfuðstól verðtryggðra fasteignaveðlána, eða c) til að lækka afborganir eða höfuðstól óverðtryggðra fasteignaveðlána. Slík ráðstöfun verði háð tíma- og fjárhæðartakmörkunum og þannig útfærð að hún grafi ekki undan sjálfbærni lífeyriskerfisins. Nánari útfærsla verður gerð í samráði stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði.
- Að lífeyristökualdur verði endurskoðaður í nánara samráði við heildarsamtök á vinnumarkaði.