Ríkisstjórnin, Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands komust að samkomulagi um hvernig staðið verði að launagreiðslum til fólks sem þarf að vera í sóttkví vegna COVID-19. Aðilar eru sammála um að einstaklingar verði að geta fylgt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um að fara í sóttkví án þess að hafa áhyggjur af afkomu sinni.