Ísland fyrsta ríkið sem gerir heildarsamning um hugbúnað við Microsoft: 200 milljóna árlegur sparnaður

Share on facebook
Share on twitter

Íslenskunni verður gert hátt undir höfði í kjölfar samnings sem undirritaður var í dag milli ríkisins og Microsoft. Hægt verður að þýða íslenskan texta yfir á sextíu önnur tungumál og Microsoft mun forgangsraða íslenskri talvél framar. Stefnt er á að láta hugbúnaðinn skilja íslenska tungu.