Tillögur átakshóps um úrbætur í innviðum fela m.a. í sér að:
- jarðstrengjavæðingu dreifikerfis raforku verði flýtt til 2025 í stað 2035
- framkvæmdir í svæðisflutningskerfi raforku sem ekki eru á 10 ára kerfisáætlun verði flýtt
- leyfisveitingar vegna framkvæmda í flutningskerfi raforku verði einfaldaðar og skilvirkni aukin
- varaafl fyrir raforku og fjarskipti verði endurskilgreint og eflt
- uppbyggingu ofanflóðavarna verði lokið árið 2030
Hópurinn var skipaður í kjölfar fárviðrisins sem gekk yfir í desember sl. Á næstu tíu árum verður framkvæmdum flýtt fyrir 27 milljarða króna, bæði hvað varðar framkvæmdir í flutnings- og dreifikerfi raforku og í ofanflóðavörnum. Aðgerðaáætlun átakshópsins má finna á vefsíðunni www.innvidir2020.is.