Efnahagsmál

Hert löggjöf um skattundanskot

Share on facebook
Share on twitter

6. nóvember lét fjármála- og efnahagsráðuneytið fjárlaganefnd Alþingis í té upplýsingar um aukið skatteftirlit hjá ríkisskattstjóra. Þar kom fram að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að auka fjárveitingu vegna eftirlitsins um 200 milljónir króna með það að markmiði að efla það varanlega. Áætlað er á komandi ári að þetta skili ríkissjóði 250 m.kr. í tekjur umfram kostnað, samkvæmt mati ríkisskattstjóra. Fjármununum verður varið í að styrkja núverandi starfsemi, vinna við skilgreind forgangsverkefni og efla greiningarstarf og eftirlit með starfsemi fyrirtækja yfir landamæri. Þetta er í samræmi við stefnu RSK fyrir árin 2020-2022 þar sem gert er ráð fyrir eftirfarandi aðgerðum til þess að styrkja bætt skattskil og öflun tekna til sameiginlegra útgjalda:

  • Styrkja starfsemi eftirlitssviðs hvað varðar peningaþvætti og milliverðlagningu
  • Styrkja starf sérhæfðs greiningarteymis og tekjuskráningareftirlit
  • Fjölga starfsmönnum í eftirliti

Annar árangur á sama sviði

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Átta nýjar stöðugleikaaðgerðir sem styðja við Lífskjarasamninginn

Ný vísinda- og tæknistefna – framlög í samkeppnissjóði vaxa um helming

Fyrstu lögin um varnir gegn hagsmunaárekstrum