- Lokunarstyrkir til fyrirtækja sem var gert að hætta starfsemi vegna sóttvarna
- Stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja
- Fyrirtækjum heimilað að jafna tekjuskatt 2019 með tapi 2020
- Virkni á vinnumarkaði – úrræði til að efla fólk í atvinnuleit
- Geðheilbrigði í forgangi, átak gegn ofbeldi og fjarheilbrigðisþjónusta efld
- Margþættur stuðningur við börn – sérstakur frístundastyrkur til tekjulágra
- Álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks vegna Covid-19
- Sumarúrræði fyrir námsmenn – störf, nám og frumkvöðlaverkefni
- Efling matvælaframleiðslu með nýsköpun og markaðssetningu
- Frekari sókn til nýsköpunar – fjárfestingar auknar, hærra hlutfall endurgreiðslu og þök hækkuð vegna rannsókna og þróunar
- Listamannalun aukin með 600 nýjum verkefnamánuðum
Lítil fyrirtæki í rekstrarörðugleikum fá stuðning, brugðist er við vanda námsmanna, félagsleg úrræði efld og sjónum er beint að nýsköpun til framtíðar. Þetta er hluti af framhaldsaðgerðum stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónaveiru. Jafnframt greindu þau frá því að framlínufólk í heilbrigðisþjónustu sem búið hefur við aukið álag og mikla smithættu fái álagsgreiðslu.