Fleiri stofnanir opna bókhaldið

Share on facebook
Share on twitter

Aðgengi að fjárhagsupplýsingum ríkisins hefur aukist til muna með vefnum opnirreikningar.is, sem hleypt var af stokkunum fyrir rúmu ári. Upphaflega voru á vefnum upplýsingar yfir greidda reikninga ráðuneyta en stofnanir í A-hluta ríkissjóðs hafa komið inn á vefinn í áföngum. Þeirri innleiðingu er lokið og hægt að nálgast greiðsluupplýsingar 132 stofnana á vefnum.