Kynntar nýjar aðgerðir til að veita sveitarfélögum fjárhagslega viðspyrnu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Viljayfirlýsing um aðgerðirnar og samkomulag um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga hafa verið undirrituð af fulltrúum ríkis og sveitarfélaga. Viðbótarframlög ríkissjóð með nýjum aðgerðum nema rúmum 3,3 milljörðum króna en heildarstuðningur til sveitarfélaga á grundvelli yfirlýsingarinnar nemur rúmum 4,8 milljörðum króna.