Aukinn stuðningur við rannsóknir, þróun og nýsköpun

Share on facebook
Share on twitter

Í lok árs 2018 var samþykkt frumvarp um að auka stuðning við rannsóknir og þróun fyrirtækja og stuðla þannig að enn frekari nýsköpun. Í því voru viðmiðunarfjárhæðir endurgreiðslna vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar tvöfaldist, hækki úr 300 m.kr. í 600 m.kr. Einnig að hámark á rannsóknar- og þróunarkostnaði til viðmiðunar á frádrætti hækki úr 450 m.kr. í 900 m.kr. þegar rannsóknar- og þróunarvinna er keypt af ótengdu fyrirtæki, háskóla eða stofnun. Með samþykkt frumvarpsins varð hámarkið 25% hærra en í Noregi sem er með svipað kerfi og Ísland. Þessu kerfi var komið á fót á Íslandi í tíð vinstri stjórnar VG og Samfylkingar.