Í kjölfar samtala við aðila vinnumarkaðarins á almennum vinnumarkaði vegna samtala aðila um forsenduákvæði samninganna kynnti ríkisstjórnin átta aðgerða pakka sem ætlað er að stuðla að félagslegum og efnahagslegum stöðugleika í tengslum við Lífskjarasamninginn.
Aðgerðirnar eru framlenging „Allir vinna“ átaksins, lækkun tryggingagjalds út 2021, fjárstuðningur vegna tekjufalls, skattaívilnanir til fjárfestinga með áherslu á græna umbreytingu, veruleg hækkun til nýsköpunar og matvælaframleiðslu, úrbætur á skipulags- og byggingamálum, umbætur á lífeyriskerfinu og á vinnumarkaði auk nokkurra frumvarpa sem styðja við Lífskjarasamninginn.