39 mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði

Share on facebook
Share on twitter

Mælikvörðunum er ætlað að gefa góða yfirsýn yfir lykilþætti velsældar á Íslandi og vera mikilvægt tæki fyrir stefnumótun stjórnvalda. Þeir gefa fyllri mynd af velsæld en hefðbundnir efnahagslegir mælikvarðar, eins og landsframleiðsla, með því að mæla þætti sem hafa áhrif á daglegt líf fólks og heimila í landinu. Mælikvarðarnir taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðuþjóðanna, þeir byggja á opinberum hagtölum og eru samanburðarhæfir við önnur lönd. Næsta skref er að fara betur yfir tillögur nefndarinnar og tengja aðgerðir ríkisstjórnarinnar við mælikvarðana og mun næsta fjármálaáætlun styðjast við þær niðurstöður.