Alþjóðasamningurinn MLI, sem ætla er að stemma stigu við skattaflótta, og sem Ísland undirritaði í fyrra, tekur gildi 1. júlí á þessu ári gagnvart þeim ríkjum sem fullgilt hafa samninginn. Undirritunaraðilar samningsins eru nú 78 og hafa yfir 100 ríki lýst vilja til að undirrita samninginn. Samningurinn er sá eini sinnar tegundar og með gerð hans eru unnt að breyta þúsundum tvísköttunarsamninga án þess að stjórnvöld í hverju ríki þurfi að fara í tímafrekar tvíhliða viðræður við hvern og einn samningsaðila.