Efnahagsmál

Sóknarfrumvarp samþykkt: Fjárlög 2019 afgreidd frá Alþingi

Share on facebook
Share on twitter

Fjárlög fyrir árið 2019 voru samþykkt á Alþingi í dag. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2011 sem fjárlög eru samþykkt í fyrstu heilu viku desember, eins og kveðið er á um í þingskapalögum. Afgangur af heildarafkomu ríkissjóðs verður 1% af vergri landsframleiðslu eða tæplega 29 milljarðar króna. Þetta er í samræmi við afkomumarkmið fjármálastefnunnar og fjármálaáætlunarinnar. Síðustu ár hefur rekstur ríkissjóðs verið jákvæður þrátt fyrir að útgjöld hafi aukist verulega, sérstaklega til heilbrigðismála og félags-, trygginga- og húsnæðismála. Þannig hafa útgjöld til almannatrygginga aldrei verið hærri en árið 2019. Styrking áðurnefndra málaflokka heldur áfram með þessum fjárlögum, auk þess sem átak verður gert í samgöngumálum.

Annar árangur á sama sviði

Bætt aðgengi íbúa Austurlands að þjónustu sérgreinalækna

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Stóraukin framlög í varnir gegn náttúruvá

Jarðamál forsætisráðherra orðin að lögum

Lagningu jarðstrengs yfir Kjöl lokið

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Átta nýjar stöðugleikaaðgerðir sem styðja við Lífskjarasamninginn

Ný vísinda- og tæknistefna – framlög í samkeppnissjóði vaxa um helming

Aukin framlög til umhverfismála