Gagnsæi um rekstur félaga í eigu ríkisins hefur verið aukið með myndrænni og aðgengilegri birtingu upplýsinga á vef Stjórnarráðsins um starfsemi og áherslur félaganna.
Þar er m.a hægt að skoða skipan stjórna og stjórnarformanna sem og kynjaskiptingu í einstökum stjórnum og þróun hennar síðastliðin ár. Samkvæmt tölum fyrir árið 2020 eru 55% stjórnarmanna fyrirtækjanna karlar en konur eru 45%. Einnig er á síðunni að finna upplýsingar úr ársreikningum ríkisfélaga fyrir árið 2019, yfirlit yfir félög í eigu ríkisins eftir geirum og fleiri atriði.