Samkomulag ríkis og sveitarfélaga um afkomumarkmið og efnahag sveitarfélaga fyrir árin 2021-2025 hefur verið undirritað af fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Í samkomulaginu er byggt á eftirfarandi spá um afkomu og efnahag sveitarfélaga:
- Heildarafkoma A-hluta sveitarfélaga mun versna verulega. Reiknað er með að afkoman verði neikvæð um 1,1% af VLF árið 2020, 1,1% 2021 og 0,8% 2022.
- Skuldir A-hluta sveitarfélaga geti farið í 7,0% af landsframleiðslu árið 2020 og 8,3% árið 2022. Samkvæmt undirliggjandi horfum mun þurfa að grípa til afkomubætandi ráðstafana til að skuldir sveitarfélaga haldi ekki áfram að vaxa.
- Meginmarkmið fjármálaáætlunar er að stöðva hækkun skulda hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu fyrir árslok 2025. Þessi markmiðssetning tekur bæði til sveitarfélaga og ríkisins.