- Ríkið greiðir allt að 75% launa fólks næstu mánuði
- Ríkisábyrgð á brúarlánum til fyrirtækja
- Frestun og afnám opinberra gjalda
- Ferðaþjónusta styrkt
- Sérstakur barnabótaauki með öllum börnum
- Heimild til úttektar séreignarsparnaðar
- Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna framkvæmda
- Framkvæmdum flýtt og fjárfest í tækniinnviðum
- Umfang aðgerða um 230 milljarðar króna
Aðgerðirnar eru þríþættar og miða að því að tryggja afkomu fólks og fyrirtækja, verja grunnstoðir samfélagsins og skapa öfluga viðspyrnu fyrir efnahagslífið.
Aðgerðum stjórnvalda er ætlað að veita öflugt mótvægi við efnahagsáhrif vegna COVID-19. Þær miða fyrst og fremst að því að verja störf og auðvelda heimilum og fyrirtækjum að takast á við það tímabundna tekjutap sem þau kunna að verða fyrir.