Frá árinu 2018 hefur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra veitt átta verkefnastyrki vegna fjarvinnslustöðva, á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Markmiðið með framlögum er annars vegar að koma opinberum gögnum á stafrænt form og hins vegar að fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni.