Fæðingarorlof lengist úr níu mánuðum í tíu mánuði í byrjun árs 2020 og í byrjun árs 2021 verði fæðingarorlof 12 mánuðir. Áfram verður byggt á því að hvort foreldri fyrir sig eigi sjálfstæðan rétt til töku fæðingarorlofs en hluti orlofsins verði til skiptanna. Stjórnvöld áskilja sér rétt til að tryggja til framtíðar að samræmis sé gætt í tekjuöflun og ráðstöfun fjármuna sérgreindra vinnumarkaðssjóða (Ábyrgðarsjóður launa, Fæðingarorlofssjóður, starfsendurhæfingarsjóðir, Atvinnuleysistryggingasjóður) samhliða því sem hlutdeild tryggingargjalds í fjármögnun almannatrygginga verði komið í fastar skorður.