- Breytingar á húsaleigulögum eiga að stuðla að langtímaleigu
- Skammtímaleigusamningar eru ríkjandi samningsform hér á landi, meðallengd samninga er ekki nema um fjórtán mánuðir.
- Komið verður á skráningarskyldu leigusamninga og sáttamiðlun hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
- Heimildir samningsaðila til að semja um hækkun leigufjárhæðar síðar á leigutíma verða takmarkaðar
- Frumvarpið er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði með lífskjarasamningum