Stórbætt aðgengi að íslenskri listasögu

Share on facebook
Share on twitter

Vinnuhópur á vegum Listasafns Íslands hefur ásamt Myndstefi, höfundaréttarsamtökum myndhöfunda, unnið að gerð rammasamnings um myndbirtingu höfundarréttarvarinna verka. Við undirritun hans munu söfn fá leyfi til að birta ljósmyndir á veflægri skráningarsíðu sinni (safnmunaskrá), af verkum í höfundarrétti. Með þessu stóreykst aðgengi almennings og skóla að upplýsingum úr safnmunaskrám.