Verkefnið „Ritmenning íslenskra miðalda“ fær 35 milljónir á ári í fimm ár. Meginmarkið verkefnisins er að efla rannsóknir sem tengjast þeim stöðum á Íslandi þar sem ritmenning blómstraði á miðöldum. Rannsóknir þessar munu m.a. tengjast fornleifafræði, sagnfræði, textafræði og bókmenntafræði.