Verkefninu „Ritmenning íslenskra miðalda“ var formlega hleypt af stokkunum. Þar er um að ræða verkefni til fimm ára en meginmarkið þess er að efla rannsóknir sem tengjast þeim stöðum á Íslandi þar sem ritmenning blómstraði á miðöldum. Rannsóknir þessar munu m.a. tengjast fornleifafræði, sagnfræði, textafræði og bókmenntafræði. Tilefni þessa er að nú eru 75 ár liðin frá stofnun lýðveldis á Íslandi.