Íslensk tunga og barnamenning í öndvegi

Share on facebook
Share on twitter

Meginmarkmið stjórnvalda á sviði menningar og lista er að jafna og bæta tækifæri til nýsköpunar í menningar- og listastarfsemi. Sérstök áhersla er lögð á mikilvægi barnamenningar og á málefni íslenskrar tungu. Framlög til menningarmála nema um 15 milljörðum kr. á ári samkvæmt fjármálaáætlun 2020-2024 en á tímabilinu er gert ráð fyrir fjármagni til að efla söfn og faglega starfslauna- og verkefnasjóði listamanna. Þá hækka framlög til menningarmála með nýjum stuðningssjóði vegna útgáfu bóka á íslensku og með tímabundnu framlagi sem veitt er til nýstofnaðs Barnamenningarsjóðs Íslands.