Frítekjumark námsmanna hækkar um 43% og fer úr 930.000 kr. á ári í 1.330.000 kr. samkvæmt nýjum úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna fyrir námsárið 2019/2020. Hækkun þessi kemur til móts við óskir námsmanna sem bent hafa á að frítekjumarkið hafi ekki verið hækkað í takt við verðlagsbreytingar og launahækkanir síðan árið 2014.