Mennta - og menningarmál

Framlög til háskólanna fara yfir 40 milljarða kr.

Share on facebook
Share on twitter

Framlög til háskólanna halda áfram að hækka en þau munu samkvæmt fjármálaáætlun 2020-2024 nema rúmum 38 milljörðum kr. á næsta ári og fara yfir 40 milljarða kr. árið 2023. Meginmarkmið stjórnvalda hvað varðar starfsemi á háskólastigi er að framsæknar og alþjóðlega samkeppnishæfar rannsóknarstofnanir og háskólar skapi þekkingu, miðli henni og undirbúi nemendur til virkrar þátttöku í nútímaþekkingarsamfélagi og til verðmætasköpunar sem byggist á hugviti, nýsköpun og rannsóknum. Að því markmiði er meðal annars unnið að með því að auka gæði náms og námsumhverfis í íslenskum háskólum, styrkja rannsóknarstarf og umgjörð þess og auka áhrif og tengsl háskóla og rannsóknarstofnana í samfélaginu.

Annar árangur á sama sviði

Bætt aðgengi framhaldsskólanema að geðheilbrigðisþjónustu

3 milljarða kr. aukning til háskóla- og rannsóknastarfsemi

Menntanet sett á fót á Suðurnesjum

Frítekjumark námsmanna fimmfaldað: Menntasjóður námsmanna kemur til móts við samfélagið

600 mánaðarlaun til viðbótar til listamanna

Nýtt lánasjóðskerfi samþykkt á Alþingi: Menntasjóður námsmanna tekur við af LÍN

127 milljarða sókn í mennta- og menningarmálum

3.000 sumarstörf fyrir námsmenn

Samtökin Móðurmál styðja nemendur af erlendum uppruna