Framfaraspor stigið með fagráði eineltismála grunn- og framhaldsskóla

Share on facebook
Share on twitter

Með nýjum verklagsreglum fagráðs eineltismála hefur orðið sú breyting að ráðið starfar nú bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla. Hlutverk fagráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf og geta nemendur, forráðamenn og starfsfólk grunn- og framhaldsskóla leitað eftir aðkomu þess ef ekki tekst að finna fullnægjandi lausn mála innan skólanna. Aukinheldur geta aðilar sem starfa með börnum og ungmennum í skóla-, frístunda- eða tómstundastarfi sem hefur stoð í grunnskólalögum leitað til ráðsins. Sömu aðilar geta jafnframt vísað máli til fagráðs vegna meints aðgerðaleysis skóla eða sveitarfélags.