Efling starfs- og tæknináms

Share on facebook
Share on twitter

Lögð hefur verið sérstök áhersla á að fleiri velji starfs- og tækninám og hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti stutt við verkefni sem ætlað er að vekja athygli og áhuga grunn- og framhaldsskólanema á slíku námi á framhaldsskóla- og háskólastigi. Fjármagni hefur jafnframt verið veitt til starfsnámsskóla með það fyrir augum að draga úr kostnaði nemenda í starfsnámi með lækkun efnisgjalda. Fyrirsjáanlegt er að með tilkomu fjórðu iðnbyltingarinnar verði verulegar breytingar á vinnumarkaði sem gera kröfur um þróun starfsnáms og öflugra samstarf stjórnsýslu, skóla og atvinnulífs. Huga þarf að starfsnámi en erfitt getur reynst að halda uppi kennslu vegna nemendafæðar. Tækifæri til umbóta tengjast meðal annars aukinni samvinnu innan framhaldsskóla, framboði á fjar- og dreifnámi og samstarfi við grunnskóla og foreldra.