Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að setja á fót 12 rýma sérhæfða hjúkrunardeild ætlaða heimilislausu fólki sem þarfnast hjúkrunar og umönnunar og glímir við langvarandi neysluvandamál, oft samhliða geðrænum vanda. Þörf fyrir sértækt úrræði sem þetta er brýn að mati verkefnahóps sem fjallað hefur um málið. Um sé að ræða viðkvæman hóp sem við núverandi aðstæður fær ekki fullnægjandi þjónustu. Heimilið verður samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga.